Illugastaðir

Í fögrum fjallasal

Neyðartilfelli

+ Veikindi eða slys

Ef veikindi eða slys ber að þarf að hringja í Neyðarnúmerið 112. Einnig er hægt að fá aðstoð læknavaktarinnar í síma 1700 Og hafa samband við umsjónarmann 462-5909

Koma

+ Lyklar afhending

Lyklabox eru á öllum húsum og koma númer fram á leigusamningi.

+ Koma farangri í hús

Aka má að húsi til að losa farangur en síðan skal koma bifreið á ólæst stæði.

+ Heiti potturinn

Heiti potturinn er tilbúinn við komu. Við brottför á hann að vera tilbúinn til notkunar fyrir næsta. Lokið pottinum eftir notkun.

Umferð ökutækja á svæðinu

+ Læst svæði

Orlofssvæði læst nema á föstudegi ( almenni skiptidagur) . Þeir sem eiga erfitt með gang, hafi samband við afgreiðslu.

Umgengni

+ Reykingar

Öll húsin eru reyklaus og veiplaus, verndum umhverfið og náttúruna.

+ Gæludýr

Öll gæludýr eru bönnuð á orlofssvæðinu

+ Háreysti

Þar sem húsin standa þétt saman er fólk beðið um að taka tillit til nágranna varðandi hávaða Kyrrð á að vera á svæðinu eftir kl. 24

+ Tjöld og húsbílar

Ekki er leyft að tjalda eða vera með húsvagna/bíla við húsin, en þeir sem eru með fólki í húsun geta fengið að vera á ákveðnum svæðum, hafa þarf samband við umsjónarmann vegna staðsetningar

Sorp

+ Frágangur

Sorpgámar fyrir almennt heimilissorp og pappír eru á bílaplani við húsin. Ekki geyma rusl utandyra, Það getur freistað dýra.

+ Flöskur og dósir

Tunnur fyrir einnota drykkjarílát eru við gámana - ekki rusl í þær tunnur

Brottför

+ Frágangur húss

Skila þarf húsi hreinu og tilbúnu til notkunar fyrir næsta orlofsgest, í síðasta lagi kl 12:00 á brottfarardegi.

+ Lyklaskil

Munið að það þarf að setja lykilinn í lyklabox við brottför.

+ Þvottur

Skila tuskum í afgreiðslu. Ef lín hefur verið leigt skal skila því í afgreiðslu.

Aðgengi fyrir fatlaða

+ Hús með góðu aðgengi

Hús nr. 26 er með góðu aðgengi fyrir hjólastól. Það er í eigu Einingar-Iðju og er leigt út af þeim. Húsið er leigt út allt árið.
Illugastaðir í Fnjóskadal s: 462 6199

Skilaboð

Hér má koma á framfæri athugasemdum eða hugmyndum varðandi rekstur og starfsemi Illugastaða.

Einnig væri gaman að fá stuttar frásagnir um dvöl á Illugastöðum eða annað sem heyrir til sögu Illugastaða.

Hægt er að setja allt að 5 myndir samtímis á upphleðsluflötinn en það er hægt að senda fleirei meyndir með skilaboðunum.
Gott er að skýra innihalds þeirra, stað og geta þeirra sem á myndumun eru og höfunda í texta.

Ef skilaboðin varða tiltekið hús veldu það af listanum

Vefurinn

Vefurinn er unninn af Einari Bergmundi.

Umsjón og tæknilegur reksur vefsins er í hans umsjón.

Hér er hægt að senda athugasemdir, hugmyndir eða tilkynningar um eitthvað sem gæti verið í ólagi.

Vinsamlega látið netfang fylgja svo hægt sé að hafa samband sé þess þörf.

Athugasemdir eða hugmyndir varðandi starfsemi Illugastaða er hægt að koma á framfæri með því að smella á talblöðrurnar neðst til hægri á vefsíðunni.