Illugastaðir

Í fögrum fjallasal

Orlofshúsabyggðin á Illugastöðum í Fnjóskadal er fyrir löngu vel kunn flestum landsmönnum, svo margir hafa dvalið þar eða litið við hjá vinum og kunningjum sem þar hafa dvalið. Illugastaðir eru sívinsæll orlofsstaður.

Húsin á Illugastöðum hafa öll verið endurnýjuð og lagfærð á undanförnum árum og eru nú hin glæsilegustu að innan sem utan. Hitaveita er á svæðinu og er heitur pottur við öll hús. Illugastaðir eru ákaflega vinsæll orlofsdvalarstaður og þangað sækir fólk af öllu landin. Fnjóskadalur státar af náttúrufegurð og er dalurinn sannkölluð perla fyrir náttúruunnendur, sérstaklega þá sem hafa áhuga á gönguferðum, jafnt að sumri sem vetri. Í flestum orlofshúsunum á Illugastöðum er svefnpláss fyrir átta manns í hverju húsi ásamt sængum fyrir jafnmarga.

Húsin eru flest um 45 fermetrar að stærð og eru vel búin, meðal annars er í húsunum sturta, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, borðbúnaður, gasgrill, útvarp sjónvarp og nettenging.

Eitt af húsunum er sérstaklega útbúið með gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga, hús nr. 26. Þeir sem þurfa á því að halda þurfa að hafa samband við Einingu-Iðju.

Á Illugastöðum er sundlaug sem er opin yfir sumartímann.

Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin, m.a. ærslabelg. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.

Veðurspá

Veðurspár frá Veðurstofu Íslans, YR, norskur veðurstofunni og Windy sem sýna spá fyrir svæðið.

Nánar

Upplýsingar

Hvernig bera gestir sig að við komu, dvöl og brottför.

Nánar

Nágrenni

Kort sem sýnir húsin og eigendur þeirra, sögustaði, áhugaverða staði og þjónustu á svæðinu.

Nánar
Illugastaðir í Fnjóskadal s: 462 6199

Skilaboð

Hér má koma á framfæri athugasemdum eða hugmyndum varðandi rekstur og starfsemi Illugastaða.

Einnig væri gaman að fá stuttar frásagnir um dvöl á Illugastöðum eða annað sem heyrir til sögu Illugastaða.

Hægt er að setja allt að 5 myndir samtímis á upphleðsluflötinn en það er hægt að senda fleirei meyndir með skilaboðunum.
Gott er að skýra innihalds þeirra, stað og geta þeirra sem á myndumun eru og höfunda í texta.

Ef skilaboðin varða tiltekið hús veldu það af listanum

Vefurinn

Vefurinn er unninn af Einari Bergmundi.

Umsjón og tæknilegur reksur vefsins er í hans umsjón.

Hér er hægt að senda athugasemdir, hugmyndir eða tilkynningar um eitthvað sem gæti verið í ólagi.

Vinsamlega látið netfang fylgja svo hægt sé að hafa samband sé þess þörf.

Athugasemdir eða hugmyndir varðandi starfsemi Illugastaða er hægt að koma á framfæri með því að smella á talblöðrurnar neðst til hægri á vefsíðunni.