Í fögrum fjallasal

- Allt árið um kring -

22. ágúst 2025
Síðasti opnunardagur sumarsins 2025 í sundlauginn verður fimmtudaginn 28. ágúst.
22. ágúst 2025
Sundlaugin verður opin til kl. 22:00 miðvikudaginn 27. ágúst 2025. Eins og undanfarin ár verður garðurinn ljósum skreyttur, kaffi og súkkulaði á kantinum og ís fyrir börnin í boði Kjörís. Það eru allir velkomnir í laugina á Illugastöðum og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og slútta sumrinu með okkur. Síðasti opnunardagur sumarsins er svo fimmtudaginn 28. ágúst.

Orlofshús

Sælustaður í Fnjóskadal

Orlofshúsabyggðin á Illugastöðum í Fnjóskadal er fyrir löngu vel kunn flestum landsmönnum, svo margir hafa dvalið þar eða litið við hjá vinum og kunningjum sem þar hafa dvalið. Illugastaðir eru sívinsæll orlofsstaður.

Aðilar sem standa að Illugastöðum

Upplýsingar, koma, umgengni og í neyð

Sagan Illugastaða frá uppbyggingu 1968

Stöðug þróun

Almennt um húsin

Húsin á Illugastöðum hafa flest verið endurnýjuð og lagfærð á undanförnum árum, bæði að innan sem utan. Hitaveita er á svæðinu og er heitur pottur við öll hús. Illugastaðir eru ákaflega vinsæll orlofsdvalarstaður og þangað sækir fólk af öllu landinu.


Fnjóskadalur státar af náttúrufegurð og er dalurinn sannkölluð perla fyrir náttúruunnendur, sérstaklega þá sem hafa áhuga á gönguferðum, jafnt að sumri sem vetri.


Í flestum orlofshúsunum á Illugastöðum er svefnpláss fyrir sex til átta manns í hverju húsi ásamt sængum fyrir jafnmarga.


Húsin eru flest um 45 fermetrar að stærð og eru vel búin, meðal annars er í þeim gasgrill og nettenging.


Eitt af húsunum er útbúið með betra aðgengi fyrir einstaklinga með skerta hreyfigetu, hús nr. 26. Þeir sem þurfa á því að halda er bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag sem mun þá vera í sambandi við Einingu-Iðju.

Hafðu samband

Best er að hafa beint samband við þitt stéttarfélag varðandi útleigu á sumarbústöðum, hér getum við svarað öllum almennum spurningum um svæðið.